Við hjá Hönnun og Skart innréttingaklæðningum höfum sett í loftið nýja heimasíðu og er slóðin www.honnunogskart.is. Þar getið þið kynnt ykkur hvaða þjónustu við bjóðum uppá, hvaða filmur við bjóðum uppá ásamt því að skoða fjölbreytt úrval af fyrir og eftir myndum af innréttingum ofl sem við höfum filmað.
Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurnir eða óska eftir tilboði í filmun í gegnum vefinn.
Við munum svo bæta inn fleiri þáttum eins og algengum spurningum sem okkar viðskiptavinir hafa varðandi innréttingafilmun og viðhald á þeim svo fátt sé nefnt ásamt því að bæta stöðugt við myndaúrval ofl.
Hafir þú einhvejar ábendingar þá tökum við þeim fagnandi og getur þú sent okkur þær í skilaboðum inná síðunni.
Við vonumst til að geta með þessum vef enn betur þjónustað okkar viðskiptavini og bætt upplýsingaflæðið enn frekar.
Með fyrirfram þökk, Hönnun og Skart Innréttingaklæðningar