Velkomin/n Til Okkar
Hönnun og Skart Innréttingaklæðningar bjóða upp á hágæða, sjálflímandi innréttingafilmur sem veita ekta útlit og áferð raunverulegra efna, en fyrir brot af kostnaðinum.
Filmurnar okkar í sambland við vandað handverk veita allt sem þarf til að tryggja hámarkt endingu og raunverulegt útlit.
Það er engin þörf á að fjarlægja núverandi innréttingar eða undirlag og getum við klætt filmurnar á innréttingar á staðnum á bæði slétt eða bogið yfirborð og er allt rask varðandi hávaða og óhreinindi í algjöru lágmarki.
Að geta framkallað náttúrulegt útlit með hágæða innréttingafilmum sem eru vatnsheldar og með vörn gegn óhreinindum, höggi, sliti, núningi og myglu er einstaklega hagkvæm lausn og þarfnast þær ekki sterkra hreinsiefna til að viðhalda og er því hægt að nota vistvænn hreinsiefni.
Með því að sameina hönnun og hagkvæmni getum við umbreytt innréttingum, veggjum, húsgögnum, innihurðum, borðplötum og borðum, gluggakistum, milliveggjum, afgreiðsluborðum, lyftum, osfrv.